Eignuðust þriðju stúlkuna

Mark Zuckerberg.
Mark Zuckerberg. AFP/Lluis Gene

Forstjóri Meta, Mark Zuckerberg, og eiginkona hans, Dr. Priscilla Chan hafa eignast sitt þriðja barn saman. Þeim fæddist þriðja stúlkubarnið og hefur hún fengið nafnið Aurelia Chan. 

Zuckerberg, tilkynnti um fæðingu og nafngift stúlkunnar í færslu á Instagram. „Velkomin í heiminn, Aurelia Chan Zuckerberg! Þú ert lítil blessun,“ skrifaði hann við færsluna. 

Hjónin, sem eru meðstofnendur og forstjórar hjá CZI, eiga einnig August, fimm ára og Maxima „Max,“ sjö ára.

View this post on Instagram

A post shared by Mark Zuckerberg (@zuck)

mbl.is