Lindex opnar nýja barnafataverslun

Lindex opnar verslun með barnaföt í Firðinum í Hafnarfirði.
Lindex opnar verslun með barnaföt í Firðinum í Hafnarfirði. Ljósmynd/Samsett

Við erum ótrúlega spennt fyrir að mæta í Hafnarfjörðinn en ég á ættir mínar að rekja hingað og eigum við fjölskyldan verslunarsögu hér sem spannar yfir tvö hundruð ár og stendur því opnunin okkur mjög nærri. Það hefur verið sérlega ánægjulegt að vinna að þessu með fólkinu í Firðinum og við erum virkilega spennt fyrir að koma í Hafnarfjörðinn,“ segir Lóa D. Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi í fréttatilkynningu, en fyrirtækið opnar verslun fyrir barnafatnað á morgun. 

Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður-Evrópu með um 430 verslanir í 16 löndum. Lindex býður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga á hagkvæmu verði.  

Miklar breytingar standa yfir í Firðinum í Hafnarfirði sem kynntar hafa verið en verslunarsvæði á jarðhæð mun um það bil tvöfaldast með tengingu við aðalverslunargötu Hafnarfjarðar, Strandgötu og fyrirhugað er margmiðlunarbókasafn ásamt stórbættu veitingasvæði ásamt aðstöðu fyrir starfsemi Hafnarfjarðarbæjar. Þar að auki verður íbúðarhúsnæði á efri hæðum nýbyggingarinnar ásamt hóteli sem nú er í smíðum.

„Við erum afar glöð að taka á móti Lindex hér í Firðinum samhliða þeim miklu breytingum sem hér standa fyrir dyrum. Við teljum að barnafatnaður Lindex fari einstaklega vel með þeim verslunum og þjónustu sem er nú þegar til staðar í Firði, en sem dæmi má nefna eina stærstu leikfangaverslun landsins. Við horfum því fram á veginn full af bjartsýni,“ segir Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðarins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert