Orlando að hætti Brynju Dan

Brynja og sonur hennar njóta sín í sundlauginni í Reunion-hverfinu.
Brynja og sonur hennar njóta sín í sundlauginni í Reunion-hverfinu. Ljósmynd/Aðsend

„Ég fíla Flórída ótrúlega vel, en maður þarf náttúrulega að vera á bíl þannig að þetta er ekki Tenerife-fílingurinn,“ segir hún. Þetta er þó ekki fyrsta skiptið sem Brynja heimsækir þessar slóðir en áður hefur hún ferðast um svæðið ásamt vinkonu sinni. „Ég er svo heppin kona að ég fer stundum með vinkonu minni og fjölskyldunni hennar í hús þarna á yndislegum stað. Þau hafa sagt mér allt sem þarf að vita og hvert þarf að fara.“

Gott að byrja daginn í sundlauginni

Brynja kýs að vera í einbýlishúsi með sundlaug í Orlando og hefur áður verið í Windsor Hills-hverfinu. „Það er mjög kósý og næs að geta eldað heima. Svo er klúbbhús með leiktækjum fyrir krakkana, rækt og alls konar afþreying. Í þetta skiptið vorum við á svæði sem heitir Reunion Resort í íbúð sem er hluti af hótelinu. Við höfðum aðgang að sjö sundlaugum sem eru hver annarri skemmtilegri.“

Orlando fór vel með Brynju og fjölskyldu.
Orlando fór vel með Brynju og fjölskyldu. Ljósmynd/Aðsend

Brynja segist oftast byrja daginn úti við sundlaug og nýta svo síðdegið og kvöldin til að versla og stússast. „Ég hef farið í Magic Kingdom og það var fínt fyrir svona lítil kríli sem og Epcot og allt Disney en þar sem minn gaur er orðinn 10 ára þá varð Universal fyrir valinu í síðustu tvö skipti. Hann fer ekki í rússíbana en mamma hans er rússíbanasjúklingur svo þar er einhvern veginn allt af öllu. Ég mæli með að kaupa Park To Park-miða í Universal Studios og Adventure Island. Báðir eru mjög skemmtilegir en Hulk-rússíbaninn og Harry potter-tækið eru MUST!“

Hvar er besti borgarinn?

Segja mætti að Brynja væri sérfræðingur þegar kemur að verslun og afþreyingu, svo hefur hún líka afskaplega góðan matarsmekk. „Ég elska Disney Springs, þar elskar sonur minn stað sem heitir T rex. Maturinn er fínn en snýst meira um upplifunina. Ég mæli með að taka með sér eyrnatappa þar sem þetta er mjög „busy“ staður og allir vel þreyttir eftir hann en þess virði fyrir krílin.“ Fyrir þá sem kjósa rólegri upplifun mælir Brynja með veitingastaðnum Boathouse. „Ég mæli með að sitja úti ef veður leyfir þar sem það er ekki eins kósý inni.“ Brynju er svo ekki sleppt án þess að blaðamaður forvitnist um hvar bestu hamborgarana sé að finna á svæðinu. „Uppáhalds burger-staðurinn minn er In n' Out, svo er líka möst að henda sér i einn kjúllaburger á Shake Shack eða burger á Burgerfi.“ 

Þeir sem vilja fylgjast með Brynju Dan geta fundið hana á Instagram undir brynjadan og á Snapchat undir brynja Dan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert