Ein eftirsóttasta gönguleið í Bandaríkjunum

Þorvaldur V. Þórsson gekk hinn fræga John Muir-stíg.
Þorvaldur V. Þórsson gekk hinn fræga John Muir-stíg. Ljósmynd/Aðsend

Þessi gönguleið er í Sierra-fjöllunum í Kaliforníu og liggur frá Yosemite-dalnum meðfram hátoppum Sierra-fjallanna yfir á topp Whitney-fjalls sem er hæsti toppur í Norður-Ameríku utan Alaska. Leiðin er rétt tæplega 340 kílómetrar.

Í ágúst á síðasta ári gekk Þorvaldur V. Þórsson þessa leið og gott betur. Hann byrjaði vel sunnan við Whitney-fjall og gekk á það á þriðja degi og og lauk göngunni í Yosemite-dal eftir 15 daga og tæplega 400 kílómetra göngu. Leiðin liggur yfir ein þrettán mishá fjallaskörð frá tæplega 3.000 metra hæð upp í rúmlega 4.000 metra hæð. Gönguleiðin er öll yfir 2.400 metra hæð nema síðasta daginn.

Þorvaldur verður með fyrirlestur og myndasýningu frá þessari ævintýralegu ferð í Fjallakofanum á fimmtudaginn. Þess má geta að frítt er inn og er fólk hvatt til að mæta snemma. 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert