Chicago á hug minn allan

Þórunn mælir með því að hjóla meðfram Lake Michigan.
Þórunn mælir með því að hjóla meðfram Lake Michigan. Ljósmynd/Aðsend
En hvers vegna Chicago?
„Chicago er svolítið evrópsk borg en þar er að finna stórglæsilegan arkitekúr en kannski vita það fáir að það var sama manneskjan sem hannaði skipulag borgarinnar og Parísar,“ segir Þórunn og bætir við að henni finnist best að sækja borgina heim á haustin því það sé dásamlegur tími. 
Eftirlætisveitingastaðir?
„Hvar á ég að byrja? Ég hef borðað svo mikið í Chicago en ég mæli með að prófa RPM Italian, 3 Arts Cafe, Hampton Social, Batter And Berrirs og Little Goat Café.“
 Hvar á svo að versla?
„Það er endalaust hægt að versla í Chicago en ég elska að versla úti en ekki í stórum verslunarmiðstöðvum. Michigan Avenue ætti enginn kaupóður að láta fram hjá sér fara og ef maður vill meiri rólegheit að kíkja í Lincoln Park.

Hvernig lítur draumadagur út í Chicago?
„Ég elska að fara í siglingu niður ána og þá sérstaklega arkitektúr í siglingunni en ég er eins og svampur og elska að hlusta á skemmtilegar og fræðandi sögur um byggingarlistina sem umlykur ána. Ég mæli með því að labba um götur Chicago og skoða öll litlu „Townhouses” en þau eru hvert öðru fegurra og það er dásamlegt að spóka sig í til dæmis Lincoln Park en þar bjó ég í borginni. Það er líka gaman að ganga um sjálfan garðinn og hjóla meðfram Lake Michigan sem er frábær leið til að sjá margt á stuttum tíma. Það eru hjólaleigur á hverju horni og mæli ég með því að hjóla frá Lincoln Park og niður að Navy Pier. Síðan elska ég að skella mér í Soul Cycle-tíma þegar ég er í Chicago.“

Hvað gerirðu í flugvélinni? 
„Yfirleitt sofna ég á löngum ferðalögum og finnst mér must að vera búin að hala niður þáttum á símann minn.“
Hvað er ómissandi í ferðalagið?
„Flugvélakoddinn.“ 
Fylgjast má með Þórunni á vefsíðu hennar hér.
Þórunn segir erfitt að gera upp á milli veitingastaða í …
Þórunn segir erfitt að gera upp á milli veitingastaða í Chicago. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert