Sá fyrsti sinnar tegundar í Evrópu

Glerið í útsýnisglugganum á veitingastaðnum er sérstaklega styrkt.
Glerið í útsýnisglugganum á veitingastaðnum er sérstaklega styrkt. Ljós­mynd/​MIR/​Snøhetta

Veitingastaðurinn Under er nefnilega fimm metrum undir sjávarmáli og það gerir hann því að fyrsta neðansjávarveitingastaðnum í Evrópu. Að auki er hann sá allra stærsti sinnar tegundar í heiminum, en staðurinn getur tekið við allt að hundrað standandi gestum.

Ansi sérstakt útlit er á veitingastaðnum.
Ansi sérstakt útlit er á veitingastaðnum. Ljós­mynd/​MIR/​Snøhetta

Veitingastaðurinn er sérstakur útlits og virðist sem byggingin sé hálfsokkin í sæ. Inni á veitingastaðnum er svo stærðarinnar gluggi þar sem gestir geta notið þess að skoða sjávarlífið í nærmynd á meðan þeir gæða sér á matnum. Danski kokkurinn Nicolai Ellitsgaard Pedersen ræður ríkjum á veitingastaðnum og verður að sjálfsögðu boðið upp á nýveiddan fisk, lífrænt lambakjöt og sjávarfugla úr nágrenninu. Veitingastaðurinn opnaði núna í mars og er nú þegar fullbókað á hann fram í september. 

 
Nánar má lesa um veitingastaðinn ásamt viðtalið við eigendur hér. 

mbl.is