Snyrtivörurnar bíða eftir þér á hótelinu

Besta leiðin til að líta vel út á ferðalagi er …
Besta leiðin til að líta vel út á ferðalagi er að hafa réttu snyrtivörurnar við höndina. Ljósmynd/Maxpixel

Síðan taka við krefjandi fundir og nýta þarf hverja lausa stund til að hringja í síma og svara tölvupóstum. Meðan á öllu þessu gengur þarf ferðalangurinn vitaskuld líka að líta út eins og nýsleginn túskildingur.

Fólkið á bak við þjónustuna Wynston veit að besta leiðin til að líta vel út á ferðalagi er að hafa réttu snyrtivörurnar við höndina. Þau vita líka að á viðskiptaferðalögum gefst lítill tími til að spranga á milli apóteka og stórmarkaða í leit að rétta tannkreminu eða uppáhaldsraksápunni. Wynston leysir því vanda önnum kafinna viðskiptaferðalanga með því að senda snyrtivörurnar beint upp á hótelherbergið þar sem þær bíða við komuna.

Notandinn einfaldlega notar símann sinn til að senda Wynston mynd af þeim snyrtivörum sem hann getur ekki verið án, og tiltekur síðan hvaða vörur þurfa að vera klárar uppi á hóteli fyrir næstu ferð. Wynston kaupir snyrtivörurnar þar sem þær eru ódýrastar og bætir engu við verðið, en tekur á bilinu 11 til 14 dala þóknun fyrir hverja sendingu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert