Þríþraut fyrir alla fjölskylduna

Þríþraut verður sífellt vinsælli á Íslandi.
Þríþraut verður sífellt vinsælli á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Tvær vegalengdir eru í boði: Byrjenda- og almennur flokkur, vegalengdir eru 400 m sund, 10,3 km hjól og 3,5 km hlaup. Fjölskylduþraut, vegalengdir eru 200 m sund, 5,2 km hjól og 1,4 km hlaup Keppt er eftir reglum þríþrautarnefndar, sjá hér. Sundleggur fer fram í Sundlaug Kópavogs, Skiptisvæði er á Rútstúni fyrir neðan sundlaugina, þaðan sem farið er af stað í hjóla og hlaupalegg.

Byrjenda- og almennur flokkur

Almennur flokkur ræsing klukkan 9.00 Byrjendaflokkur ræsing klukkan 9.30 Synt er á öllum 10 brautum stóru laugarinnar þaðan sem hlaupið er niður á skiptisvæðið á Rútstúni. Þá tekur hjólið við, þar sem hjólaðir eru 3 hringir út fyrir Kársnes og framhjá sundlauginni sem endar aftur á skiptisvæði á Rútstúni. Þar er skipt yfir á hlaupaskó og hlaupið 2 hringi inn Kópavogsbraut út fyrir Sunnuhlíð niður að Kópavoginum og til baka.Kort af keppnissvæði, hlaupa- og hjólalegg í byrjenda og almennum flokki.

Góður hópur úr þríþrautardeild Breiðarbliks saman kominn.
Góður hópur úr þríþrautardeild Breiðarbliks saman kominn. Ljósmynd/Aðsend

Fjölskylduþraut

Ræsing klukkan 11.30 Synt er á öllum 10 brautum stóru laugarinnar þaðan sem hlaupið er niður á skiptisvæðið á Rútstúni. Þá tekur hjólið við, þar sem hjólaðir eru 2 hringir inn Kópavogsbraut út fyrir Sunnuhlíð niður að Kópavoginum og til baka á skiptisvæði á Rútstúni. Þar er skipt á hlaupaskó og hlaupið 2 hringi út Kópavogsbraut upp á Borgarholtsbraut, niður fyrir sundlaug og framhjá Rútstúni.
Kort af keppnissvæði, hlaupa- og hjólalegg í fjölskylduþraut.


Dagskrá 11. maí 2019

kl: 17:30-18:30 afhending keppnisgagna á Rútstúni

Dagskrá 12. maí 2019

kl: 08:00 Afhending keppnisgagna

kl: 08:30 Tæknifundur með yfirdómara á Rútstúni

kl :09.00 Almennur flokkur

kl: 09.30 Byrjenda flokkur

kl.10.30-11:00 Verðlaunaafhending í byrjenda- og almennum flokki

kl 10:45 Afhending keppnisgagna fyrir fjölskylduþraut

kl: 11.30 Fjölskylduþraut

Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjá keppendur í hverjum flokki. Þátttökuverðlun fyrir 5-15 ára í fjölskylduþrautinni. Skráningargjald í byrjenda- og almennan flokk er 3.900 kr. Skráningargjald í fjölskylduþrautina er 2.000 kr.mbl.is