Ferðaráð Meghan Markle

Meghan Markle og Harry Bretaprins fögnuðu nýlega eins árs brúðkaupsafmæli …
Meghan Markle og Harry Bretaprins fögnuðu nýlega eins árs brúðkaupsafmæli og fæðingu sonarins, Archie. Ljósmynd/Ben Stansall

Hún er því alvön að ferðast heimshorna á milli og lumar því á nokkrum ferðaráðum sem gætu komið lesendum að góðum notum.

Tea tree-olía

Meghan segir að lítið fari fyrir þessari nytsamlegu og ódýru olíu en hana er hægt að nota á flugnabit eða óvelkomnar bólur.

Kasmírteppi

Teppið er afskaplega mjúkt og notalegt. Það er því notalegt að hjúfra sig að því á löngum flugleiðum. Meghan segir það að vefja utan um sig kasmírteppi sé eins og að fá gott og innilegt faðmlag.

Sótthreinsigel

Á fjölförnum leiðum er nauðsynlegt að vera með sótthreinsi í farteskinu en hann getur komið í veg fyrir að maður smitist af einhverjum pestum. Hún segist renna yfir sjónvarpsskjái og fjarstýringar í flugvélum með sótthreinsigeli þegar hún kemur sér fyrir í sætinu.

Andlitssprey

Meghan segir nauðsynlegt að vera með gott og rakagefandi andlitssprey í handfarangrinum til að fríska sig við fyrir lendingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert