Kamar njóti fulltingis ruslageymslu

Of torfært er að Fjallabaki til að flytja úrgang þar …
Of torfært er að Fjallabaki til að flytja úrgang þar landleiðis. Ljósmynd/Ferðafélag Íslands

Nokkur vandræðagangur hefur verið á förgun salernisúrgangs við Höskuldsskála í Hrafntinnuskeri á Laugavegi undanfarin ár. Nú er lausn í sjónmáli, að sögn Páls Eysteins Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands, sem rekur skálann.

Vonast er til þess að í seinasta lagi síðsumars verði ruslageymsla reist á svæðinu. Hún á að verða til þess að minna almennt sorp slæðist með salernisúrganginum þangað sem hann er grafinn.

Við Höskuldsskála er einn þurrkamar. Þar geta þeir gengið örna sinna sem eiga leið hjá og fer sá úrgangur í rotþró þar við. Sá úrgangur er svo tekinn með reglulegu millibili og grafinn í vikurbrekkur um 200 metra frá svæðinu. Þar hefur öllu jöfnu farið lítið fyrir honum, hann leysist upp í náttúrunni. Það gera blautþurrkur og dömubindi hins vegar ekki og þegar mikið magn af slíku fær að fljóta með vill það fljóta upp á yfirborðið. Það gerir niðurgrafinn úrganginn sýnilegri, sem er verra, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »