Ruglaðist á hurðum rétt fyrir flugtak

Flugfélagið sendi frá sér tilkynningu er varðaði öryggisreglur eftir atburðinn.
Flugfélagið sendi frá sér tilkynningu er varðaði öryggisreglur eftir atburðinn. Ljósmynd/Pakistan Airlines

Farþeginn opnaði dyr flugvélarinnar með þeim afleiðingum að rennibrautin, sem notuð er í neyð til að komast út úr vélinni, blés upp. Í skýrslutöku gaf farþeginn það upp að hann hefði einungis ætlað að nýta sér salernisaðstöðuna í flugvélinni fyrir flugtak en hefði ruglast á hurðum með fyrrnefndum afleiðingum.  Eftir atvikið var vélin rýmd í flýti og aðstæður kannaðar í þaula. Að sjö tímum liðnum voru farþegar boðnir aftur um borð og komust öruggir á áfangastað. Að gefnu tilefni sendi flugfélagið frá sér tilkynningu þess efnis að minna fólk á að kynna sér öryggisreglur um borð svo að líkurnar á atburðum þessum líkum verði sem minnstar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert