Milljón manns fyrir framan leikhúsið

Hjónin Nína Dögg og Gísli í Hong Kong.
Hjónin Nína Dögg og Gísli í Hong Kong. Ljósmynd/Úr einkasafni

„Þetta er gott í reynslubankann fyrir leikhús frá Íslandi að fá að ferðast til framandi landa, mæta annarri menningu og kynna fyrir því sem við erum að gera á Íslandi og við í leiðinni að fá að kynnast þeirri asísku.“ Samtals koma fjörutíu manns að sýningunni sem er blandaður hópur af Íslendingum, Norðmönnum, Bandaríkjamönnum, Kanadamönnum og Englendingum. „Það kemur sér gjarnan vel að vera með svo blandaðan hóp þar sem sýningin er sýnd víða um heim og nokkuð margir hafa lært hlutverkin til þessa. Til dæmis er Hrói í þessari uppfærslu enskur, Prins Jóhann norskur og Maríanna amerísk, en hljómsveitin svo íslensk.

Sýningin ku vera mikil upplifun fyrir áhorfendur.
Sýningin ku vera mikil upplifun fyrir áhorfendur. Ljósmynd/Úr einkasafni

Gísli Örn segir áhorfendur hafa verið skemmtilega blöndu af börnum og fullorðnum sem hafi greinilega fengið heilmikið út úr sýningunni. „Það var magnað að sjá hversu fókuseruð börnin voru á söguna. Skilaboð sýningarinnar um „Stelpuna sem verður ein af strákunum og stjórnar genginu“ féll mjög vel í kramið hjá þeim minnstu.“ Sýningin fór fram á ensku en textavélar voru staðsettar hvor sínu megin við sviðið og sýningin því þýdd á kantónsku jafnóðum.

Í borginni er margt að sjá og segir Gísli Örn þar allt vera mjög stórt, margt fólk og mikil mengun. „Við erum heppin með það á Íslandi hvað við erum með ferskt loft, þetta var svolítið eins og að lenda á vegg hérna. Bæði hitinn og mengunin.“
Hópurinn hefur ekki farið varhluta af mótmælunum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu og segist Gísli Örn aldrei séð jafnmargar manneskjur saman komnar á svo litlu svæði. „Það var eftirminnilegt að einn daginn þegar við erum að mæta í leikhúsið þá er búið að skipuleggja mótmæli við leikhúsið okkar. Milljón manns fyrir framan leikhúsið. Það er sjón sem gleymist seint.“

Leikhópurinn saman komin á góðri stund.
Leikhópurinn saman komin á góðri stund. Ljósmynd/Úr einkasafni

Fram undan er langþráð frí hjá nokkrum úr hópnum og fjölskyldum þeirra og stefna margir á að skoða sig frekar um í Asíu. „Það er frábært að geta framlengt vinnuferðirnar sínar og breytt þeim yfir í sumarfrí að törn lokinni. Við erum því nokkur úr Vesturporti sem erum að fara á ferðalag með fjölskyldum okkar um Víetnam og Kambódíu. þar sem framandi heimar bíða okkur og erum við afar spennt fyrir að upplifa allt sem þau lönd hafa upp á að bjóða. Við munum byrja á langþráðu nuddi og svo matreiðslunámskeiði og siglingu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert