Ferðagræjur: sérútgáfa af þrælfínum bakpoka

Svartur liturinn undirstrikar naumhyggjuna. Engu er ofaukið en samt er …
Svartur liturinn undirstrikar naumhyggjuna. Engu er ofaukið en samt er notagildinu ekki fórnað.

Bandaríski bakpokaframleiðandinn Aer hakar við öll boxin hjá þeim sem vilja ferðast létt en vera um leið smekklega útlítandi. Þannig halda margir upp á Travel Pack-bakpokann sem er af hárréttri stærð fyrir handfarangursreglur allra flugfélaga og rúmar tölvu og hæfilegt magn af fatnaði fyrir nokkurra daga ferðalag – allt í mjög nettum og vel skipulögðum pakka.

Naumhyggja einkennir hönnunina, án þess samt að notagildinu sé fórnað, og ferðalangurinn stingur ekki í stúf með þennan grip á bakinu, hvort heldur sem er hátt uppi í austurrísku Ölpunum eða djúpt ofan í neðanjarðarlestakerfi stórborgar.

Í tilefni af fimm ára afmæli fyrirtækisins hefur Aer hafið sölu á sérútgáfu af sínum vinsælustu bakpokum. Er ytra byrðið úr hátækniefninu X-Pac sem á bæði að vera mjög slitsterkt og vatnshelt. Að innan eru bakpokarnir svo fóðraðir með skærlitu rauðgulu efni sem hjálpar eigandanum að finna það sem hann gramsar eftir.

Stærsti bakpokinn frá Aer ætti að duga í allt að …
Stærsti bakpokinn frá Aer ætti að duga í allt að vikulanga ferð, ef pakkað er af útsjónarsemi. Hann er samt nógu nettur til að flokkast sem handfarangur.
Finna má hæfilega mörg smáhólf á bakpokum Aer og rauðguli …
Finna má hæfilega mörg smáhólf á bakpokum Aer og rauðguli liturinn hjálpar við gramsið.
Skipulag Aer Travel Pack er þaulhugsað.
Skipulag Aer Travel Pack er þaulhugsað.
mbl.is