Bestu strendur Spánar

Á Spáni eru margar fallegar strendur.
Á Spáni eru margar fallegar strendur. mbl.is/Pexels

Spánn er augljós áfangastaður fyrir þá sem vilja bara komast í sólina. Landið hefur verið vinsæll áfangastaður Íslendinga til fjölda ára. Á Spáni er að finna fjölda fallegra stranda sem ekki eru á vinsælustu ferðamannastöðunum. 

Playa De Ondarreta, San Sebastián.
Playa De Ondarreta, San Sebastián. skjáskot/Instagram

Playa De Ondarreta, San Sebastián

Ondarreta er ein af þremur ströndum við borgina San Sebastián en um 30 mínútur tekur að keyra til hennar. 

Playa Del Regueral And Playa De Cavet, Cambrils

Ströndin við fiskiþorpið Cambrils er þekkt fyrir sína góðu stemningu, strandbari, trampólín og alls konar afþreyingu. Hún er í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Reus. 

Praia De Lumebó, Galicia.
Praia De Lumebó, Galicia. skjáskot/Instagram


Praia De Lumebó, Galicia

Einstakir klettar ramma þessa strönd af, en það þarf að brölta smá stíg til að komast niður á hana. Þar af leiðandi er hún ekki fjölsótt, en þú getur haft hana út af fyrri þig. Hún er í 50 mínútna fjarlægð frá Coruna.

Playa De Poo, Asturias.
Playa De Poo, Asturias. skjáskot/Instagram

Playa De Poo, Asturias

Þessi strönd er þríhyrningslaga og frábær fyrir fjölskyldur. Það er auðvelt að komast að henni og í kringum ströndina er falleg náttúra. Á sumrin eru tvö kaffihús þar. Hún er í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Santander.

Playa De Gandía And Playa De L'alhuir

Þessi strönd er einstaklega falleg og mikil afþreying í boði þar. Strandblak, körfuboltavöllur og fótboltavöllur eru á eða við ströndina. Hún er í um klukkustundar fjarlægð frá Valencia.

Playa De Maro, Nerja
Playa De Maro, Nerja skjáskot/Instagram

Playa De Maro, Nerja

Þessi strönd við Nerja er mjög vinsæl en hún í Los Alcantilados De Maro-Cerro Gordo-garðinum. Hún er í um klukkustundar fjarlægð frá Málaga.

mbl.is