Þetta gerir flugþjóna brjálaða

Það er sniðugt að brosa til baka þegar flugþjónar brosa …
Það er sniðugt að brosa til baka þegar flugþjónar brosa til þín. mbl.is/Colourbox.dk

Flugþjónar eru í flugvélum með þér til þess að auðvelda þér lífið og auðvitað gæta öryggis þíns. Það er því ýmislegt sem þú getur gert til þess að endurgjalda greiðann án þess að leggja of mikið á þig að því er fram kemur á vef Huffington Post

Þetta er meðal þess sem angrar flugþjóna í starfi:

Þegar farþegar eru ekki búnir að ákveða hvað þeir vilja

Það er betra ef farþegar eru búnir að ákveða sig hvað þeir vilja þegar kemur að því að panta drykki. Ekki skemmir fyrir að segja nákvæmlega hvernig kaffi þú vilt fá í stað þess að bíða eftir spurningunni. 

Slór

Ekki vera að gera eitthvað í símanum þegar flugvélin lendir. Drífðu þig bara út bæði fyrir flugþjónana og fyrir aðra farþega. Ekki stoppa heldur á leiðinni inn í vélina og spyrja út í eitthvað nema það sé mjög nauðsynlegt. Ekki fara á klósettið á meðan fólk er enn að fara inn í vélina, það getur skapað óþarfa vesen. 

Drasl

Flugþjónar ganga um flugvélina og safna saman rusli rétt fyrir lendingu. Þrátt fyrir það eru alltaf einhverjir sem skilja eftir sætisvasa sína fulla af rusli. 

Farþegar sem hlusta ekki

Flugþjónar eru ekki ánægðir þegar farþegar hlusta ekki og leggja ekki frá sér raftæki rétt fyrir lendingu. 

Farþegar sem heilsa ekki

Eftir langt ferðalag er auðvelt að vera í fúlu skapi. Það þarf þó ekki mikið til til þess að heilsa eða í það minnsta nikka til flugþjónanna þegar þú kemur inn í flugvél og ferð út úr flugvél. 

Flugfreyja hjá Sriwijaya Air.
Flugfreyja hjá Sriwijaya Air. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert