Bestu ferðaráð Gwyneth Paltrow

Gwyneth Paltrow ferðast mikið.
Gwyneth Paltrow ferðast mikið. mbl.is/AFP

Leikkonan Gwyneth Paltrow er ekki kölluð lífsstílsdrottning að ástæðulausu en hún meðal annars yfir nokkrum mjög góðum ferðaráðum sem hún deildi með lesendum New York Times. Paltrow reynir til dæmis alltaf að komast í gufubað í 20 mínútur eftir flug til þess að losa sig við sýklana úr fluginu. 

Ef um næturflug er að ræða segist Paltrow drekka eitt vínglas eða viskí. Ef hún er að ferðast að degi til drekkur hún ekki áfengi. Hún drekkur auðvitað alltaf mikið vatn og fær sé vítamín út í vatnið. Þetta gerir hún meðal annars til að hugsa vel um húðina. 

Þegar Paltrow er á ferðalögum leyfir hún sér að borða það sem hún vill og drekka vín. Hún getur ekki ímyndað sér að vera í París án þess að borða croissant, á Ítalíu án þess að borða pasta og án þess að borða brauð og osta á Spáni. Þegar heim er komið tekur hún sig á. Hún passar sig líka á því að borða ekki rusl í flugvélinni og tekur ávexti og grænmeti með sér.

Paltrow á tvö börn og segir mikilvægt að taka með spil auk þess sem hún segir þau mega horfa á eins marga þætti og þau vilja. Paltrow er einnig þekkt fyrir að pakka létt og segist bara taka með sér handfarangur nema þegar hún þarf að taka mikið af hlýjum fötum. 

Gwyneth Paltrow.
Gwyneth Paltrow. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert