Nauðlenti í Portúgal vegna slagsmála um borð

Atvikið átti sér stað í flugi Easy Jet.
Atvikið átti sér stað í flugi Easy Jet. ALEXANDER KLEIN

Flugvél Easy Jet þurfti að nauðlenda í Portúgal um helgina vegna slagsmála sem brutust út um borð. Flugvélin var á leiðinni frá Manchester-borg í Bretlandi til Tenerife. 

Slagsmálin brutust út á milli tveggja hópa karlmanna eftir um tveggja tíma flug frá Manchester. Samkvæmt vitni byrjuðu fjórir karlmenn að slást í enda flugvélarinnar. Flugþjónar um borð reyndu að lægja öldurnar með því að vísa einum karlmannanna fremst í vélina, en áflogin héldu áfram þegar hann fór aftur til vina sinna. 

Við lendingu í Faro í Portúgal tók lögreglan við mönnunum og hélt vélin leið sinni áfram til Tenerife um tveimur klukkustundum seinna. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að svona atvik séu sjaldgæf um borð og að flugþjónar félagsins séu þjálfaðir í að bregðast við aðstæðum. 

mbl.is