Alec Baldwin féll í ferðamannagildru í New York

Leikarinn Alec Baldwin.
Leikarinn Alec Baldwin. AFP

Bandaríski leikarinn Alec Bladwin greindi frá því á Instagram að hann hefði fallið í ferðamannagildru þegar hann var á ferðalagi um New York-borg nýlega. 

Baldwin var á ferðalagi með eiginkonu sinni og tveimur börnum og ákváðu þau að fara í ferjusiglingu að sjá frelsisstyttuna. Þau hafi því keypt miða. Síðan voru þau leidd út í rútu sem var á leið til New Jersey. Þá fór Baldwin að kíkja á miðana og sá víst að ferjan myndi sigla úr höfn frá New Jersey en ekki New York. Miðasölumanneskjan hafði ekki greint fjölskyldunni frá því. 

Fjölskyldan endaði því á því að taka ferjuna út í Staten Island en hún siglir fram hjá Frelsisstyttunni og gátu þau því séð hana úr þeirri ferju. Hann mælir með þeirri siglingu og segir hana þá bestu í borginni.

View this post on Instagram

So, we head to South Ferry. Me and @hilariabaldwin Two sharp, savvy NYers. Kids in tow. We buy the tickets for the “boat tour” of the Statue of Liberty. We are escorted to a shuttle bus. To New Jersey! I kid you not. We paid. Then we read the tickets. NO ON EVER MENTIONED NEW F***ING JERSEY!!! This is a scam. Take the SI Ferry. It’s the best ride in NY.

A post shared by Alec Baldwin (@alecbaldwininsta) on Oct 6, 2019 at 12:10pm PDTmbl.is