Klæddi sig í 2 kíló af fötum til að forðast yfirvigt

Rodriguez í fötunum.
Rodriguez í fötunum. Skjáskot/Facebook

Gel Rodriguez dó ekki ráðalaus þegar afgreiðslukonan í flugstöðinni sagði henni að taskan hennar væri 2 kílóum of þung til þess að fara í handfarangur. Til þess að forðast að borga í yfirvigt klæddi hún sig einfaldlega í tvö og hálft kíló af fötum og fór því taskan hennar niður úr 9 kílóum yfir í 6,5 kíló.

Hún sagði í viðtali við Vice að hún hefði ekki viljað borga aukagjaldið þar sem þetta munaði svo litlu. Hún mælti hins vegar ekki með uppátækinu, þar sem henni var gríðarlega heitt í fluginu. mbl.is