Thelma leitar að gullmolum í Evrópu

Í mörg ár hefur Thelma ekki klæðst öðru en vintage …
Í mörg ár hefur Thelma ekki klæðst öðru en vintage kjólum og ber þá gjarnan viðeigandi fylgihluti við. Ljósmynd/Aðsend

Thelma Jónsdóttir er forfallinn kjólasafnari og klæðist ekki öðru en vintage-kjólum. Á ferðalögum sínum erlendis þræðir hún gjarnan vintage og second hand verslanir í leit að gullmolum og oftar en ekki er heppnin með henni. 

„Stundum heimsæki ég þessar verslanir bara til þess að dást að flíkunum og fer alls ekki alltaf út með kjól, en oftast kaupi ég þó eitthvað, eins og  eyrnalokka eða slæðu,“ segir Thelma sem heldur úti Instagramsíðunni Kjólasafn Thelmu þar sem sjá má ýmsar gersemar sem keyptar hafa verið á ferðalögum hennar erlendis sem og hér heima. Thelma bjó lengi í Berlín, sem er að hennar sögn gósenland fyrir second hand aðdáendur, en hún á þó líka uppáhalds vintageverslanir víðar í Evrópu. Hér deilir hún sínum uppáhaldsverslunum í Berlín, Edinborg, Barcelona, Amsterdam og Kaupmannahöfn. 

Audrey Vintage er í miðborg Kaupmannahafnar. Þar er að finna …
Audrey Vintage er í miðborg Kaupmannahafnar. Þar er að finna lúxus vintage og second hand vörur sem koma beint frá París. Ljósmynd/Aðsend

Audrey Vintage, Hyskenstræde 12, Kaupmannahöfn

„Þessi verslun,  sem er í miðborg Kaupmannahafnar, er afar fögur en eins og nafnið gefur til kynna er hún tileinkuð leikkonunni Audrey Hepburn og allt þar inni í hennar anda og afar „elegant“. Þarna má finna lúxus vintage og second hand vörur sem koma beint frá París. Mjúkir litir eru allsráðandi en vintage kjólarnir eru flestir í frekar litlum stærðum.“

Audrey Vintage er tileinkuð leikkonunni Audrey Hepburn og er allt …
Audrey Vintage er tileinkuð leikkonunni Audrey Hepburn og er allt þar inni í hennar anda. Ljósmynd/Aðsend

Carnivàle Vintage, 51 Bread Street, Edinborg

„Þessi verslun sem er í hjarta Edinborgar sérhæfir sig í vintage fatnaði og fylgihlutum frá 1940 til 1970 og er allt flokkað eftir áratugum. Eigandi búðarinnar, Rachael, er afar vinaleg og greinilega með mikla ástríðu fyrir vintage. Mikið úrval af höttum svona í anda Breta.“

Carnivàle Vintage í Edinburg sérhæfir sig í vintage fatnaði og …
Carnivàle Vintage í Edinburg sérhæfir sig í vintage fatnaði og fylgihlutum frá 1940 til 1970 og er allt flokkað eftir áratugum. Ljósmynd/Aðsend

Lullaby Vintage, Riera baixa 22 (El Raval hverfið), Barcelona

„Þessi dásamlega búð er í eigu hjónanna Joan og Africa sem standa ávallt sjálf vaktina í versluninni. Fötunum er raðað upp eftir tímabilum og á veggina er Joan búinn að mála skemmtilegar myndir sem eru lýsandi fyrir hvern áratug. Flott úrval af eyrnalokkum og öðrum fylgihlutum.“

Flott úrval af eyrnalokkum og öðrum fylgihlutum er í versluninni …
Flott úrval af eyrnalokkum og öðrum fylgihlutum er í versluninni Lullaby Vintage í Barcelona. Ljósmynd/Aðsend

Laura Dols,  Wolvenstraat 7 (Nine streets hverfið), Amsterdam

„Stór búð á tveimur hæðum sem hefur verið starfrækt í meira en 30 ár. Afar mikið úrval af gersemum sem eru gjarnan flokkaðar eftir litum en þarna má finna allt frá sundhettum og sundbolum til galakjóla og upphárra hanska. Fylgihlutir eru sérstaklega áberandi á efri hæðinni en gala- og brúðarkjólar á þeirri neðri. Þarna er einnig fínasta herradeild.“  

Í Laura Dols í Amsterdam er líka fínasta herradeild.
Í Laura Dols í Amsterdam er líka fínasta herradeild. Ljósmynd/Aðsend
Laura Dols í Amsterdam er með mikið úrval af gersemum …
Laura Dols í Amsterdam er með mikið úrval af gersemum sem eru gjarnan flokkaðar eftir litum. Verslunin er á tveimur hæðum. Ljósmynd/Aðsend

Fräulein Anders, Nollendorfstrasse 28 (Schöneberg hverfið), Berlín

„Gersemar úr fataskápum annarra er slagorð Lili Anders sem er eigandi  Fräulein Anders. Þar má finna breitt úrval af fatnaði þ.e.a.s. bæði vintage og second hand en Lili velur inn vörur í búðina af mikilli kostgæfni.“ 

Í Berlín er margar skemmtilegar second hand verslanir að finna, …
Í Berlín er margar skemmtilegar second hand verslanir að finna, meðal annars Fräulein Anders. Ljósmynd/Aðsend
Thelma Jónsdóttir fer varla í ferðalög án þess að leita …
Thelma Jónsdóttir fer varla í ferðalög án þess að leita uppi vintage eða second hand verslanir. Ljósmynd/Aðsend



 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert