United skreyta vél sína með Star Wars

Svona verður flugvélin.
Svona verður flugvélin. Ljósmynd/United Airlines

Í telfni af frumsýningu nýjustu Star Wars-kvikmyndarinnar, The Rise of Skywalker ætlar Bandaríska flugfélagið United Airlines að skreyta vél sína með myndum úr Star Wars.

Ein Boeing 727-800 vél United verður skreytt að utan með Star Wars-þema og verður geislasverð á stéli hennar.

Flugvélin verður fyrir allra hörðustu aðdáendur kvikmyndanna en þegar gengið verður inn í vélina mun þemalag kvikmyndanna hljóma. United hefur nú þegar gefið út öryggismyndband með þemanu þar sem má sjá bregða fyrir nokkrum fígúrum úr kvikmyndunum. 

Farþegar munu fá lítinn pakka um borð með ýmislegum varningi merktum kvikmyndunum. Í vélinni verða svo merki um samstarf Star Wars og United og merki úr kvikmyndunum á höfuðpúðum sætanna. Vélin mun fljúga innan Bandaríkjanna en einnig til Kanada og Mið-Ameríku. 

Kvikmyndin Star Wars: The Rise of Skywalker verður frumsýnd þann 20. desember. mbl.is