Þóttist vera ólétt til að sleppa við yfirvigt

Konan var með hluti og föt innanklæða en þóttist vera …
Konan var með hluti og föt innanklæða en þóttist vera ólétt. skjáskot/Instgram

Hver kannast ekki við það að hafa klætt sig í pels í 30 stiga hita til þess að sleppa við að borga töskugjald eða yfirvigt? Margir eiga slíka sögu en ferðablaðamaðurinn Rebecca Andrews sýndi nýlega á Instgram frá óvenjulegri aðferð til að sleppa við yfirvigt. 

Andrews segir frá því á vef CNN hvernig hún bjó til óléttubumbu til þess að sleppa við að borga 60 dollara eða um 7.500 krónur í yfirvigt. Var Andrews aðeins með handfarangurstösku með sér í innanlandsflugi í Ástralíu þegar hún ákvað að koma fyrir hlutum og fötum innanklæða. 

Andrews segist vera smá og það hafi því verið besta leiðin að þykjast vera ólétt. Fannst henni þetta í rauninni vera frekar ófrumleg hugmynd. Aðferðin var þaulskipulögð hjá Andrews sem var í þröngum samfesting undir fötunum sem hélt dótinu vel. Hún geymdi til að mynda tölvusnúrur og jakka framan á sér og tölvunni kom hún fyrir við bakið. 

„Skammaðist ég mín? Ekki vitund,“ sagði Andrews. „Mér fannst ég ótrúlega hörð. Heit og hörð ólétt kona.

„Mér finnst að kona hafi rétt á því að gera það sem þær vilja við líkama sinn, meðal annars að búa til gervióléttukúlu úr tölvusnúrum,“ sagði Andrews.

Í myndbandi sem Andrews birti á Instgram mælir hún með því að fara inn á næsta klósett til þess að fjarlægja það sem er innanklæða. Hún segir þó fólki að vísa ekki á sig ef það er gripið. 

View this post on Instagram

When you don’t want to pay the excess for overweight carry on #travelhack #flighthacks #getpreg

A post shared by Rebecca Andrews (@thebecandrews) on Oct 24, 2019 at 9:07pm PDT


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert