Lawrence í paradís í brúðkaupsferðinni

Jennifer Lawrence gekk í hjónaband með Cooke Maroney.
Jennifer Lawrence gekk í hjónaband með Cooke Maroney. AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Jennifer Lawrence gekk í hjónband með listaverkasalanum Cooke Maroney fyrir skömmu. Eftir brúðkaupið fóru hjónin í brúðkaupsferð á alhliða lúxushótel sem eitt sinn var valið það besta í heimi af virtu ferðatímariti fyrir tveimur árum. 

Hótelið sem þau Lawrence og Maroney dvelja á heitir Nihi Sumba Resort að því er fram kemur á vef People og er á afskekktri eyju í Indónesíu. Eyjan er þekkt fyrir lúxusgistingu og brimbrettamenningu. Hjónin eru sögð hafa farið á hestbak á eyjunni og heimsótt þorp eyjaskeggja. 

Á hótelinu eru 33 villur en talið er að hin nýgiftu hjón hafi dvalið á aðsetri hóteleigandans. Kallast sá staður Mendeka og hafa stjörnur á borð við leikarann Christian Bale gist þar. 

Eins og sjá má á myndum frá hótelinu er lífið á hótelinu aljgör draumur og hefur líklega sett tóninn fyrir hveitibrauðsdaga þeirra Lawrence og Maroney. 

Hjónin eru sögð gista í þessari villu sem er kölluð …
Hjónin eru sögð gista í þessari villu sem er kölluð Mendeka. ljósmynd/Nihi Sumba Resort
Hótelið samanstendur af litlum villum eins og hér má sjá.
Hótelið samanstendur af litlum villum eins og hér má sjá. ljósmynd/Nihi Sumba Resort
Rúm á hótelinu í villu sem kallast Wamoror.
Rúm á hótelinu í villu sem kallast Wamoror. ljósmynd/Nihi Sumba Resort
Það væri ekki leiðinlegt að baða sig þarna.
Það væri ekki leiðinlegt að baða sig þarna. ljósmynd/Nihi Sumba Resort
Jennferi Lawrence og Cooke Maroney eru sögð hafa farið á …
Jennferi Lawrence og Cooke Maroney eru sögð hafa farið á hestbak. ljósmynd/Nihi Sumba Resort
mbl.is