Farþegi sperrti skítugar bífurnar í flugi

Svipur konunnar segir hálfa söguna.
Svipur konunnar segir hálfa söguna. Skjáskot/Reddit

Um flugferðir gilda margar skrifaðar reglur og líka óskrifaðar. Stundum getur verð erfitt að átta sig á þeim óskrifuðu til dæmis hvort það sé dónaskapur að halla sætinu alveg aftur eða ekki. Við getum þó flest komið okkur saman um að setja bera fætur upp á sætið fyrir framan okkur í flugi er ekki í lagi. 

Kona nokkur deildi sjálfsmynd af sér í flugi á dögunum þar sem sést í bera fætur nágranna hennar í vélinni. Þá hafði manneskjan aftan við hana klætt sig úr skóbúnaði sínum og sett skítugar bífurnar upp á sætið. 

Myndin hefur vakið nokkra athygli og hefur eigandi bífanna verið úthrópaður dóni.

„Það eina sem ég hef áhyggjur af áður en ég …
„Það eina sem ég hef áhyggjur af áður en ég fer í flugvél,“ skrifar konan á Reddit-þræðinum. Skjáskot/Reddit
mbl.is