Oddný og Brynjar drukku með Önnu Kristjáns á Tene

Anna ásamt Oddný G. Harðardóttur og Brynjari Níelssyni.
Anna ásamt Oddný G. Harðardóttur og Brynjari Níelssyni. Skjáskot/Facebook

Það hefur verið mikill gestagangur hjá vélstjóranum Önnu Kristjánsdóttur á Tenerife undanfarið. Í byrjun vikunnar voru í heimsókn hjá henni þingmennirnir Oddný G. Harðardóttir og Brynjar Níelsson. 

Anna deildi mynd af sér með þingmönnunum þar sem þau sátu við drykkju á bar. „Brynjar Níelsson gerði allt sem í hans valdi stóð til að fá mig til að skipta um skoðun í pólitík í gærkvöldi, gerði meira að segja heiðarlega tilraun með því að reyna að hella mig fulla eins og sjá má. Ég veit ekki hvernig hefði farið ef Oddný Harðardóttir hefði ekki komið og bjargað mér úr þessum erfiðu kringumstæðum,“ skrifar Anna í færslu sína á Facebook. 

Anna hefur hafst við á Tenerife í vetur en hún flutti þangað síðastliðið haust. Hún deilir reglulega pistlum um veru sína á eyjunni sem hún kallar Paradís. Það eru greinilega fleiri heillaðir af Paradísareyju Önnu Kristjáns. enda flykkjast þingmenn okkar þangað óháð stjórnmálaskoðunum. 

mbl.is