Farðu á skauta í skemmtiferðaskipinu

Hefur þú heyrt um skautasvell um borð í skemmtiferðaskipi áður?
Hefur þú heyrt um skautasvell um borð í skemmtiferðaskipi áður? Ljósmynd/Voyager of the Seas

Þegar þú hugsar um skemmtiferðaskip þá kemur upp í huga þinn sól, sjór og notalegheit. Það sem þú hugsar ekki um er skautasvell. Það er nú hins vegar til. 

Í hinni nýuppgerðu Voyager of the Seas er nefnilega að finna skautasvell. Voyager of the Seas kom úr slipp síðastliðið haust og skartar nú enn meiri og betri afþreyingu en áður.

Skautasvellið hefur vakið nokkra athygli en þar eru haldnar skautasýningar sem og býðst gestum að spreyta sig sjálfir á skautunum. 

Um borð eru líka vatnsrennibrautir, tennisvöllur, minigolfvöllur og eiginlega allt það sem hugurinn girnist. 

Voyager of the Seas er í flota Royal Caribbean International sem á öll stærstu og flottustu skemmtiferðaskip í heiminum. Skipið siglir úr höfn í Sydney í Ástralíu og siglir um Eyjaálfu og Asíu.

mbl.is