Gekk einn síns liðs um Hornstrandir

Á gönguferð um Hornstrandir.
Á gönguferð um Hornstrandir. skjáskot/Youtube

Göngugarpurinn Kraig Adams var á Íslandi síðasta sumar og fór í fjögurra daga göngu um Hornstrandir. Adams gekk einn síns liðs og birti myndskeið frá ferð sinni á YouTube-síðu sinni. Búið er að horfa myndskeiðið yfir 2,5 milljón sinnum en íslensk náttúra er í aðalhlutverki. 

Adams segir á heimasíðu sinni segir að hann hafi ekki vitað hvað Hornstrandir væru fyrr en  viku fyrir brottför. Segist hann hafa fundið fyrir mikilli einangrun vegna landslagsins sem er án trjáa og fólks. Gangan minni hann á tölvuleikinn Death Stranding.

Adams segir gönguna erfiða vegna þess hversu einangraður staðurinn er. Göngugarpar verða að taka allt með sér þar sem það er ekki hægt að bæta á vistir á leiðinni. Einnig þarf að taka tillit til bátsferða á leiðinni. Adams segist hafa gengið um 96 kílómetra. 

Fólk sem hefur skilið eftir athugasemdir við myndband Adams virðist afskapleg hrifið af einangruninni. 

„Að sjá eitthvað eins og þetta lætur þig langa til að gefa siðmenningu upp á bátinn og rækta geitur í fjallshlíð,“ skrifaði einn sem sá myndbandið. „Nú á tímum er þetta talið vera lúxus: Tími með sjálfum þér með móður náttúru,“ skrifaði annar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert