Skráði bjór sem aðstoðardýr sitt

Maður sótti um að bjór yrði skilgreindur sem andlegt stuðningsdýr …
Maður sótti um að bjór yrði skilgreindur sem andlegt stuðningsdýr sitt. AFP

Breytingar á reglum um hvaða dýr mega fylgja farþegum í flug voru nýlega kynntar í Bandaríkjunum. Miklar tilfinningar hafa fylgt í kjölfarið. Hinn bandaríski Floyd Hayes er maður sem skráði „öðruvísi“ andlegt stuðningsdýr fyrir nokkru. Hann skráði bjór sem andlegt stuðningsdýr og á þar við drykkinn bjór en ekki dýrið. 

Með þessu vill hann geta drukkið bjór í almenningslestum sem hann ferðast reglulega með til Brooklyn að því fram kemur á vef Brooklyn Paper. 

„Nei ég er ekki alkóhólisti,“ sagði Hayes í viðtalinu. Segist hann einfaldlega vilja geta fengið sér bjór á leiðinni í partí. 

Flugfarþegar í Bandaríkjunum hafa hingað til komist upp með að fljúga með ýmis dýr þar sem þau geta veitt andlegan stuðning. Ólíklegt er að nýjar reglur komi niður á flugfarþegum sem treysta á bjór sem andlegan stuðning í flugi en það er þó nokkuð ljóst að nýja reglugerðin veldur titringi meðal flugfarþega í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert