Fengu sér húðflúr eftir Íslandsferðina

Sarien Van Dromme fékk sér húðflúr af Íslandi.
Sarien Van Dromme fékk sér húðflúr af Íslandi. Facebook

Að fá sér húðflúr á ferðalagi getur verið einstök leið til að minnast þeirra staða sem maður naut virkilega að heimsækja. Margir ferðamenn sem komið hafa hingað til Íslands hafa einmitt gert það, annaðhvort fengið sér húðflúr hér eða fengið sér Íslandstengt húðflúr þegar heim er komið. 

Í hópnum Travel Iceland skiptast ferðalangar og fólk í ferðaþjónustu á ráðum fyrir Íslandsferðir sínar. Þar hafa meðlimir einnig deilt myndum að húðflúrum sem þeir fengu sér á Íslandi eða Íslandstengd húðflúr sín. 

Vinsælt virðist að fá sér húðflúr sem tengist goðafræðinni og er þar Ægishjálmurinn geysivinsæll. Einnig hafa sumir reynt að skjalfesta norðurljósin eða aðra staði á Íslandi á húðina. 

Donna Rustigan fékk sér staðsetningu Seljalandsfoss og fleiri staða þar …
Donna Rustigan fékk sér staðsetningu Seljalandsfoss og fleiri staða þar sem hún dreifði ösku bróður síns. Hún var þó heldur óheppin því eitt s vantar í Seljalandsfoss. Facebook
Michael Nave fékk sér Ægishjálminn.
Michael Nave fékk sér Ægishjálminn. Facebook
Chelsea Rose Morrow fékk sér staðsetninguna þar sem hún sá …
Chelsea Rose Morrow fékk sér staðsetninguna þar sem hún sá norðurljósin. Facebook
Mary Johnson fékk sér Vegvísir.
Mary Johnson fékk sér Vegvísir. Facebook
Kærasti Katalin de Clercq fékk sér húðflúr af Íslandi með …
Kærasti Katalin de Clercq fékk sér húðflúr af Íslandi með norðurljósalitum í tilefni af þriggja mánaða dvöl sinni á Íslandi. Facebook
Mike Langer fékk sér Þingvelli.
Mike Langer fékk sér Þingvelli. Facebook
Jöeý Richárðs fékk sér fleyga setningu.
Jöeý Richárðs fékk sér fleyga setningu. Facebook
mbl.is