Frí gisting fyrir fólk sem býr til barn

Hvað ætlar þú að gera á Valentínusardaginn? Búa til barn …
Hvað ætlar þú að gera á Valentínusardaginn? Búa til barn á hóteli? mbl.is/Thinkstockphotos

Kanadíska hótelið Hotel Zed býður fólki upp á óvenjulega bókunartíma á Valentínusardaginn 14. febrúar. Fólk getur bókað herbergi í hádeginu eða frá tíu til tvö á daginn. Það sem meira er að ef það eignast barn níu mánuðum seinna getur það átt von á því að gista frítt á hótelinu á Valentínusardaginn næstu 18 árin.

Rauðar rósir og rómantískt kynlíf eftir kvöldmat á Valentínusardag er gömul klisja og hvetur hótelið fólk frekar til þess að taka einn stuttan í hádeginu. 

Börnin koma ekki alltaf eftir pöntunum og því þarf ekki að sýna fram á að getnaðurinn hafi nákvæmlega átt sér stað á hótelinu. Hvort sem börnin verða til á náttúrulegan hátt, á tilraunastofu eða eru ættleidd fær fólk sem býður nýjan einstakling velkominn í fjölskylduna níu mánuðum eftir hádegiskeleríið fría gistingu 14. febrúar þangað til árið 2038. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert