Ekki haga þér svona á flugvellinum

í flugstöð Keflavíkurflugvallar.
í flugstöð Keflavíkurflugvallar. mbl.is/Eggert

Flugvellir eru ekki beint skemmtilegustu staðir í heiminum. Það þýðir þó ekki að þú megir haga þér eins og fífl þar. Ferðalög geta verið kvíðvænleg fyrir marga og þá sýna ekki allir sínar bestu hliðar. 

Ókurteisi getur oft hægt á öllu ferlinu að komast í gegnum öryggisleitina og vegabréfaeftirlit. Ef þú vilt komast hratt og örugglega í gegnum flugvöll er best að halda í það ferðalag með kurteisina að leiðarljósi

Að tefja fyrir

Það er fátt meira pirrandi en þegar einhver heldur ekki almennilega utan um farangur sinn og virðist vera heila eilífð að færa sig um 1-2 metra í röð. Vertu með allt tilbúið eins og vegabréfið og vertu tilbúinn að fara úr skónum og setja allt sem þú ert með með þér á rétta staði fyrir öryggisleitina. Fylgstu vel með skiltum og fyrirmælum og þá gengur allt betur og hraðar fyrir sig. 

Ekki vera ókurteis við starfsfólk

Starfsmenn flugvalla þurfa oft að takast á við reiða og pirraða ferðalanga. Ef þú ert í uppnámi yfir seinkun á fluginu þínu eða týndum farangri, ekki vera ókurteis eða reiður við starfsfólkið. Það getur unnið gegn þér. 

Ekki troða þér fremst

Ekki koma seint á völlinn og ætlast til þess að fólk hleypi þér fremst í röðinni. Það koma vissulega upp neyðartilfelli en það er gott að reyna að fyrirbyggja þau með því að mæta tímanlega á flugvöllinn.

Ekki taka saman dótið þitt í öryggisleitinni

Eftir að þú ert kominn í gegnum öryggisleitina ættirðu frekar að klára að fara í skóna og setja allt á sinn stað á bekkjunum nálægt leitinni. Þú ert fyrir og hægir á öllu ef þú gerir það alveg ofan í leitinni.

Ekki kvarta yfir smáatriðum

Á flugvellinum getur það gleymst hvað skiptir máli í stóra samhenginu og hvað er „part af programmet“. Að ferðast felur í sér að þurfa að bíða í röð, ekki tuða yfir því. Oft og tíðum felur það líka í sér að það er ekki alltaf besti maturinn í boði, ekki tuða yfir því heldur.

Maður þarf eiginlega alltaf, á einhverjum tímapunkti að bíða í …
Maður þarf eiginlega alltaf, á einhverjum tímapunkti að bíða í röð á flugvelli. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert