Streyma dansandi norðurljósum

Þessi norðurljós sáust við Skorradalsvatn.
Þessi norðurljós sáust við Skorradalsvatn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kanadabúar eru sniðugir og hafa tekið upp á því að sýna lifandi streymi af norðurljósunum. Íslendingar eru einnig þekktir fyrir dansandi norðurljós. 

Leikhús, listasöfn sem og tónlistarfólk út um allan heim streymir efni sínu nú þegar samkomubann er víða í gildi. Margir ferðamenn ferðast til þess að njóta náttúrunnar og kemur myndavélin i Kanada að góðum notum fyrir þá ferðmenn sem komast ekki í norðurljósaferðir sínar. 

Vefmyndavélin sem um ræðir er staðsett í Manitoba í Kanada og sýnir norðurljósin dansa á himnum. Í lýsingu á vefsíðunni þar sem finna má streymið segir að þetta sé einn af bestu stöðum í heiminum til þess að upplifa norðurljós. 

mbl.is