Fastur í Gíneu vegna veirunnar

Hjólakappinn Raymond Lee sem hefur undanfarin tvö ár hjólað um heiminn er nú fastur í Gíneu í Afríku vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. 

Lee lagði af stað á hjólinu í Nýja Sjálandi í mars 2018. Því næst flaug hann yfir til Ástralíu þar sem hann fann sér tímabundna vinnu til að safna fyrir flugi til Evrópu.

Hann hjólaði um hin ýmsu lönd Evrópu og þræddi fjallgarða Spánar og Portúgals niður til Morokkó. Eftir Morokkó tók Sahara-eyðimörkin við og hefur hann nú hjólað niður með vesturströnd Afríku til Gíneu.

„Þegar ég var í Gíneu varð þetta dæmi mjög alvarlegt,“ sagði Lee í viðtali við AFP. Lee er 33 ára gamall og ættaður frá Suður Kóreu. Hann vann áður fyrir sér sem flugþjónn. 

Raymond Lee er fastur í Gíneu.
Raymond Lee er fastur í Gíneu. AFP

Hann segir að það hafi tekið hann langan tíma að finna samastað í höfuðborg Gíneu, Conarky, og að hótel hafi neitað honum um gistingu. Hann segir veiruna hafa valdið kynþáttafordómum gegn fólki af asískum uppruna. 

„Þau hleyptu mér ekki inn af því ég er asískur. Það var frekað grillað. Ég hef persónulega aldrei upplifað kynþáttafordóma á ævinni, þetta var í fyrsta skipti,“ sagði Lee.

Gínea býr að miklum náttúruauðlindum en þrátt fyrir það er landið fátækt og heilbrigðiskerfið óstöðugt. Þrettán milljónir manns búa í Gíneu og eru staðfest tilfelli kórónuveiru yfir 1.300 og 7 hafa látist. 

„Þau hleyptu mér ekki inn af því ég er asískur. …
„Þau hleyptu mér ekki inn af því ég er asískur. Það var frekað grillað. Ég hef persónulega aldrei upplifað kynþáttafordóma á ævinni, þetta var í fyrsta skipti,“ sagði Lee. AFP

Þar sem Lee fékk ekki gistingu á hótelum í Conarky fór hann að leita sér að gistingu á götum úti og fann mann sem bauð honum upp á gistingu fyrir 50 evrur á mánuði. Hann reyndist hinsvegar loddari og lét sig hverfa um leið og Lee hafði greitt honum fyrir fyrsta mánuðinn.

Því næst komst hann að á dýru hóteli sem hann hafði ekki efni á að gista á lengi. Hann lagði því traust sitt á samfélagsmiðla og fann að lokum gistiheimili sem vildi taka við honum. Lee telur að hann þurfi að dvelja á gistiheimilinu í marga mánuði í viðbót. 

Lee telur að hann þurfi dvelja í Gíneu í marga …
Lee telur að hann þurfi dvelja í Gíneu í marga mánuði. AFP
mbl.is