Fjölskyldan í sóttkví í Karíbahafinu

Kelly Ripa og Mark Consuelos hafa dvalið í Karíbahafinu undanfarna …
Kelly Ripa og Mark Consuelos hafa dvalið í Karíbahafinu undanfarna mánuði. AFP

Leikkonan Kelly Ripa, eiginmaður hennar Mark Consuelos og börn þeirra hafa verið í sóttkví í Karíbahafinu undanfarna mánuði. 

Fjölskyldan var á ferðalagi um Karíbahafið þegar ABC-sjónvarpsstöðin sem Ripa vinnur fyrir sendi henni þau skilaboð að þau ættu að halda sig heima. Ripa ræddi ákvörðun þeirra um að halda sig í Karíbahafinu á starfsmannafundi hjá ABC í vikunni

„Við vorum búin að skipuleggja fjölskylduferð og það átti að vera öll fjölskyldan. Og við erum komin til Karíbahafsins og þremur dögum seinna er heimurinn gjörbreyttur. Ég meina það var búið að loka öllu, stjórnvöld voru búin að loka öllu, landið okkar var lokað. Ég vil ekki nota orðið föst, en við vorum föst. Við ákváðum að vera bara þar sem við vorum,“ sagði Ripa á fundinum. 

Hún bætti við að sem betur fer hafi öll börnin þeirra þrjú verið með þeim. Ripa hefur sent út sjónvarpsþætti sína, Live with Kelly and Ryan, síðan í lok mars, en tökuver þáttanna í New York hefur verið lokað síðan þá. 

mbl.is