Eiga flugferðir eftir að breytast svona?

Mun ástandið í heiminum í dag breyta einhverju fyrir flugfarþega …
Mun ástandið í heiminum í dag breyta einhverju fyrir flugfarþega framtíðarinnar? AFP

Það þykir ekki jafnsjálfsagt að fara upp í flugvél og áður. Færri flugvélar fljúga nú á milli landa. Það er alls konar auka umstang í kringum hverja flugferð hjá farþegum og á það líklega bara eftir að aukast því fram kemur á vef Insider.

Nýjar hugmyndir eru komnar mislangt. Sumt er nú þegar búið að framkvæma en annað er á hugmyndastigi og mun mögulega breyta flugferðum fólks til frambúðar. Framtíðin mun auðvitað leiða það í ljós en hér gefur að líta nokkrar breytingar sem eru kannski ekki alslæmar. 

Veirupróf

Þessa hugmynd kannast Íslendingar vel við þar sem stefnt er að því að senda komufarþega í Keflavík í kórónuveirupróf. 

Hitamælingar

Sum staðar hefur fólk verið hitamælt og ekki ólíklegt að það verði orðið eðlilegt bráðum. Skiptar skoðanir eru þó um gagnsemi mælinganna. 

Grímur í flugi

Það er orðið ansi algengt að flugfélög krefjist þess að farþegar noti andlitsgrímur. Kannski verður það eðlilegasti hlutur í heimi bráðum. 

Hreinlætisvörur í sjálfsölum

Í dag sækist fólk ekki bara eftir að kaupa snakk og kók í sjálfsölum á flugvöllum. Gott er að geta keypt grímur og sótthreinsivörur í sjálfsölum á flugvöllum. 

Hundar þefa uppi veiru

Hundar þefa uppi fíkniefni á flugvöllum en samkvæmt bjartsýnisspám ættu hundar að geta þefað uppi veiruna. 

Engar raðir við hliðið

Flugfarþegar kannast við að bíða í löngum og þéttum röðum við flughliðið. Mögulega verður sú breyting á að fólk fær einfaldlega skilaboð um hvenær það á að fara inn í flugvélina. 

Dýrara flug

Sumir vilja meina að flug verði nú dýrara en áður. 

Hönnun flugvéla breytist

Nú þegar hefur ítalskur sætaframleiðandi kynnt nýja sætahönnun sem á að koma í veg fyrir snertingu fólks. 

Farrými fyrir fólk sem vill vera í einangrun

Svo gæti farið að í framtíðinni verði boðið upp á ný farrými í flugvélum fyrir fólk sem vill virða tveggja metra regluna og sleppa við smit. 

Breyttir einkennisbúningar

Í ákveðnum flugum klæðist starfsfólk í flugvélum göllum yfir hina hefðbundnu einkennisbúninga.

Sótthreinsiklefar á flugvöllum

Í Hong Kong er verið að prófa sérstaka sótthreinsiklefa þar sem fólk er sótthreinsað á 40 sekúndum. 

Farangur sótthreinsaður

Því er spáð að farangur verði sótthreinsaður áður en hann fer um borð. 

Snertilausar lausnir

Því er meðal annars spáð að sætisvasar og afþreyingarkerfi eins og það er nú í flugvélum heyri sögunni til. Snertilausar lausnir í flugvélum og flugvöllum eiga eftir að aukast. 

Aldrei aftur heitar máltíðir

Heitar máltíðir og vatnsglös munu mögulega ekki tilheyra framtíðinni. 

Ræstitæknir um borð

Rétt eins og húsverðir í húsum munu flugvélaverðir mögulega verða hluti af starfsliði áhafna flugvéla. Mun flugvélavörðurinn sjá um að þrífa klósett og aðra staði meðan á flugi stendur. 

AFP

Plexígler

Flugfarþegar framtíðarinnar munu mögulega sjá meira af plexígleri á flugvöllum. 

Staðfesting á heilsufarssögu

Flugfarþegar þurfa að sýna vegabréf í dag en mögulega þurfa þeir að sýna gögn um heilsufar í framtíðinni. 

Enn meiri tími á flugvöllum

Með aukinni sótthreinsun er líklegt að fólk þurfi að mæta enn fyrr á flugvelli en áður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert