Selja heilan bæ í Svíþjóð

Ljósmynd/ Christie's International Real Estate

Yfir þrjú hundruð ára gamall ferðamannabær í Svíþjóð er nú til sölu. Bærinn sem heitir Sätra Brunn kostar ekki nema 70 sænskar milljónir eða um einn milljarð íslenskra króna. Bærinn er eins og klipptur út úr bíómynd um Emil í Kattholti.

Í bænum er meðal annars að finna skóla, kirkju og hótel en klassísku rauðu timburhúsin eru afar áberandi. Með bænum fylgir auk þess stórt skóglendi. Bærinn hefur alla tíð verið mikill ferðamannabær og þekktur fyrir að bjóða upp á heilnæma baðaðstöðu. 

Í viðtali við CNN segir Jonas Martinsson sem sér um söluna að smábærinn bjóði upp á mikla möguleika í ferðamennsku. Í bænum er meðal annars ráðstefnuaðstaða, veitingastaður, sundlaug, gufubað og líkamsrækt. Hann sér möguleika fyrir nýja kaupendur að trekkja að ferðamenn sem hafa áhuga á jóga, andlegri iðkun eða námskeiðum. Einnig sér hann tækifæri fyrir læknatúrisma. Í dag eru það aðallega Svíar og aðrir Skandinavíubúar sem heimsækja bæinn og þá sérstaklega á sumrin. 
Ljósmynd/ Christie's International Real Estate
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert