Skoðaðu Buckingham-höll heima í stofu

Nú getur þú heimsótt drottninguna án þess að fara til …
Nú getur þú heimsótt drottninguna án þess að fara til London. AFP

Á ári hverju tekur Buckingham-höll við fjölda gesta sem fara í skoðunarferð um ríkisherbergin og hallargarðana. Höllin mun ekki opna dyr sínar fyrir gestum í sumar en í stað þess hefur verið útbúin ferð um höllina á vef konungsfjölskyldunnar. 

Þar má skoða öll horn herbergjanna sem vanalega eru til sýningar og lesa sér til um sögu herbergjanna og þeirra muna sem þau hafa að geyma. Þar má til dæmis skoða stólana sem voru notaðir í krýningarathöfn Elísabetar II Englandsdrottningar árið 1953 og listasafnið.

Skoðaðu höllina að innan hér.

Þú getur skoðað herbergin sem Elísabet Englandsdrottning tekur á móti …
Þú getur skoðað herbergin sem Elísabet Englandsdrottning tekur á móti gestum í. AFP
Þú getur skoðað veislusalina í höllinni. Hér má sjá leikkonuna …
Þú getur skoðað veislusalina í höllinni. Hér má sjá leikkonuna Helen Mirren í einum salanna. YUI MOK
mbl.is