Beckham-hofið trekkir að

Furðulegasta hof Tælands?
Furðulegasta hof Tælands? AFP

Búddahofið Wat Pariwat í Bangkok er með því frumlegasta í Taílandi. Það er einnig þekkt sem „David Beckham Hofið“. Hofið er fagurlega skreytt ofurhetjum og frægum persónum úr samtímasögunni í bland við goðsagnakenndar verur. 

Viðurnefnið er dregið af gull sleginni Beckhamstyttu sem er í altari hofsins. Beckham er þarna gerður ódauðlegur á hápunkti ferils síns með Manchester United. Hann skartar síðum lokkum og er í fótboltatreyju breska fótboltaklúbbsins.

Hofið var byggt 1998 og vakti mikinn usla meðal búddista á sínum tíma þar sem mörgum þótti um helgispjöll að ræða. Æðstimunkurinn sagði fótbolta hins vegar vera trúarbrögð með milljónir fylgjenda. Ljóst er að frumleikinn hefur hitt í mark hjá ferðalöngum og margir leggja leið sína þangað til að berja Beckham augum.

Gulli sleginn David Beckham (t.h.) í Manchester United treyjunni sinni.
Gulli sleginn David Beckham (t.h.) í Manchester United treyjunni sinni. AFP
Albert Einstein prýðir hofið.
Albert Einstein prýðir hofið. AFP
Í hofinu má sjá ofurhetjur af ýmsu tagi.
Í hofinu má sjá ofurhetjur af ýmsu tagi. AFP
Gosi og Mikki mús í óhefðbundnu formi.
Gosi og Mikki mús í óhefðbundnu formi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert