Vertu í útlöndum heima hjá þér

Sumir vilja enn ferðast innanhúss. Hvað er þá til ráða?
Sumir vilja enn ferðast innanhúss. Hvað er þá til ráða? Unsplash.com Element5

Útþráin hefur alltaf verið rík meðal Íslendinga. Margir sakna tíðra utanlandsferða en allt fór á versta veg þegar kórónuveiran fór á stjá. Heimurinn er ekki enn búinn að jafna sig að fullu og því kjósa margir að verja sumrinu heima hjá sér. Það er þó ýmislegt hægt að gera til þess að upplifa útlönd heima hjá sér. Ferðavefurinn tók saman nokkur skotheld ráð.

Bíómyndir um ferðalög og fjarlæga staði

Hægt er að ferðast um heiminn úr sófanum heima. Nú er góð afsökun til þess að horfa enn og aftur á Eat, Pray, Love með Juliu Roberts í aðalhlutverki.

  • The Talented Mr. Ripley
  • Motorcycle Diaries
  • Eat, Pray, Love
  • Under the Tuscan Sun
  • Lost in Translation
  • Into the Wild
  • Amelie
  • The Darjeeling Limited
  • The Best Exotic Marigold Hotel
  • A Good Year
  • The Beach
  • The Bucket List

Erlend matargerð

Dekraðu við bragðlaukana og eldaðu mat frá fjarlægum menningarheimum. Það er hægt að útbúa litla tapas rétti að hætti Spánverja eða láta malla einhverja girnilega pottrétti frá enn fjarlægari slóðum. Ef þig hefur alltaf dreymt að fara til Ítalíu getur þú gripið tækifærið og lært að búa til þitt eigið pasta. Fyrir þá sem ekki eru handlagnir í eldhúsinu er alltaf hægt að finna tilbúinn mat í næstu búð, sushi er til dæmis alltaf sígilt.

  • Sushi
  • Tapas
  • Pastaréttir
  • Stir fry
  • Tikka Masala
  • Kebab
  • Hummus og pitta
  • Tacos

Bækur um útlönd

Lestur góðra bóka hafa þann mátt að flytja mann umsvifalaust á áður ókannaðar slóðir. Mikil flóra er til af íslenskum bókum sem fjalla um ferðalög af ýmsu tagi sem og erlendar.

  • Spennið beltin: til Asíu með Andreu Róberts
  • Hringfarinn - Einn á hjóli í hnattferð - Kristján Gíslason
  • North Korea Journal - Michael Palin
  • Flökkusögur - Sigmundur Ernir Rúnarsson
  • Sælkeraferð um Frakkland - Sigríður Gunnarsdóttir, Silja Sallé.
  • Enginn ræður för - Runólfur Ágústsson
  • Vaknað í Brussel - Elísabet Ólafsdóttir
  • Jenny Colgan bækurnar
  • Napólí sögur Elenu Ferrente

Lærðu nýtt tungumál

Það eru til ótal snjallforrit sem gera manni kleift að læra ný tungumál. Duolingo er eitt þeirra. Það er fátt snjallara en að nýta tímann og læra tungumál fyrir næsta ferðalag. Heimamenn hafa alltaf gaman að því að heyra útlendinga rembast við að tala tungumál þeirra.

Bjóddu vinum í þema-partý

Gott er að gera sér dagamun með því að bjóða nokkrum heim í suðræna sveiflu. Vertu búinn að ákveða lagalista, mat og drykkjarföng sem hæfa þemainu. Þá er hægt að taka fram sólstrandabúnað eins og til dæmis stuttbuxur og sólgleraugu og gera sér glaðan dag. Mundu bara að festa fjörið á filmu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert