Hanks og Wilson orðin grískir ríkisborgarar

Tom Hanks, Rita Wilson og gríski forsætisráðherrann og eiginkona hans.
Tom Hanks, Rita Wilson og gríski forsætisráðherrann og eiginkona hans. Skjáskot/Instagram

Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, tilkynnti á sunnudaginn síðastliðinn að leikarahjónin Tom Hanks og Rita Wilson væru formlega orðin grískir ríkisborgarar. 

Forsætisráðherrann birti mynd af sér, eiginkonu sinni og Hanks og Wilson skælbrosandi með plögg um nýja ríkisborgararéttinn sinn. 

Wilson komst að því að hún væri ættuð frá Grikklandi árið 2012 í þáttunum Who Do You Think You Are? og í ársbyrjun 2020 tísti Hanks að þau væru orðin heiðursborgarar á Grikklandi. 

Hanks og Wilson sáust á Grikklandi fyrr í júlí þar sem þau héldu upp á 64 ára afmæli Hanks. 

View this post on Instagram

@ritawilson @tomhanks are now proud Greek citizens! 🇬🇷👍

A post shared by Kyriakos Mitsotakis (@kyriakos_) on Jul 25, 2020 at 11:02pm PDT

mbl.is