Óttar flúði frá Barcelona vegna veirunnar

Óttar Martin Norðfjörð ásamt eiginkonu sinni, Elo Vázqu­ez, og barni.
Óttar Martin Norðfjörð ásamt eiginkonu sinni, Elo Vázqu­ez, og barni. Ljósmynd/Eloísa Vázquez

Óttar Mart­in Norðfjörð rit­höf­und­ur og eig­in­kona hans, ljós­mynd­ar­inn Elo Vázqu­ez, hafa flúið Barcelona ásamt son­um sín­um tveim­ur til suðurhluta Spán­ar þar sem fjöl­skylda Elo er bú­sett. Hann sagði frá þessu í viðtali við mbl.is í gær. 

Fjölskyldan ætlar að dvelja á suðurhluta Spánar þar til mesta hættan er liðin hjá. 

„Það er mun af­slappaðra á Suður-Spáni en í Barcelona um þess­ar mund­ir. Við dvelj­um hjá fjöl­skyldu Elo í heimabæ þeirra í Suður-Andal­ús­íu þar sem stemn­ing­in er af­slöppuð og við get­um fengið hvíld frá grím­um og hand­spritti,“ sagði Óttar í samtali við mbl.is. 

mbl.is