Svona verður ferðalagið áhugaverðara

Það er gaman að undirbúa þema fyrir næsta ferðalag.
Það er gaman að undirbúa þema fyrir næsta ferðalag. mbl.is

Þegar maður hefur ferðast víða er hætta á að ferðalögin verði hvert öðru líkt. Maður ráfar um alla helstu staðina, tekur myndir, borðar á helstu veitingastöðunum og heldur svo áfram.

Til þess að gera ferðalagið áhugaverðara og þar af leiðandi eftirminnilegra má notast við svokölluð þemu. Sé maður að heimsækja lítið sjávarþorp má leggja áherslu á að borða aðeins sjávarrétti, vera í fötum sem minna á sjómennsku, til dæmis bolum með akkerismynstri, eða bara einhverju bláu og hvítu sem minnir á hafið. Fari maður þangað keyrandi má uppfæra lagalistann með lögum sem fjalla um hafið á einhvern hátt.

Sé maður að fara í annað eða þriðja skiptið til borgar eins og Parísar og búinn að gera allt það helsta þá má sækja sér innblástur í kvikmyndir á borð við Midnight in Paris eftir Woody Allen. Þannig væri hægt að upplifa djassmenningu borgarinnar, heimsækja Vinstri bakkann, drekka gott rauðvín og svo framvegis. 

Það er undir hverjum og einum komið hversu mikla undirbúningsvinnu maður leggur í þemað. Með því að kynna sér staðina vandlega er hægt að velja skemmtileg þemu sem lífga upp á lífið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert