Einkaeyja við Ítalíu á spottprís

Það er draumur að gista á einkaeyju.
Það er draumur að gista á einkaeyju. Ljósmynd/Airbnb

Dreymir þig um að gista á einkaeyju? Nú er þessi fjarlægi draumur aðeins raunverulegri þar sem gisting er víða ódýrari en áður. Hægt er að leigja eyjuna Valle Falconere við Ítalíu á spottprís, sérstaklega ef hópur eða stórfjölskylda ferðast saman. 

Nóttin kostar ekki nema 591 pund eða rúmlega 105 þúsund krónur. Ef öll svefnplássin 16 eru nýtt kostar nóttin á einkaeyjunni ekki nema um 6.500 krónur. Ef það er einhvern tímann tími til að vera á einkaeyju þá er það þegar heimsfaraldur er í gangi. 

Eyjan er nálægt Feneyjum og á Airbnb-síðu hennar kemur fram að húsið á henni er dæmigerður sveitabær fyrir Feneyjasvæðið. Í húsinu eru sex svefnherbergi. Gestir hafa aðgang að allri eyjunni en ferðalangar þurfa að fara í bátsferð til þess að komast á hana. Bátsferðin tekur ekki nema átta mínútur frá Cavallino  Treporti-kirkju.

Það kostar ekki mikið að gista eina nótt á eyjunni …
Það kostar ekki mikið að gista eina nótt á eyjunni ef stór hópur ferðast saman. Ljósmynd/Airbnb
Eyjan er falleg og rómantísk.
Eyjan er falleg og rómantísk. Ljósmynd/Airbnb
mbl.is