Fljótandi lúxusvillur á Maldíveyjum

Það væri ekki amalegt að fara í frí til Maldíveyja …
Það væri ekki amalegt að fara í frí til Maldíveyja og gista í þessari villu. Ljósmynd/Booking.com

Vinsælt er að dvelja í einskonar fljótandi hótelsvítu á Maldíveyjum. Nú er lúxushótelið Soneva Fushi að opna nýjar villur sem verða stærstu fljótandi villur í heiminum miðað við eins og tveggja herbergja villur á vatni. 

Nýju gistirýmin verða tekin í notkun í september og búa yfir svakalegum lúxus. Heillandi sjórinn umlykur íbúðirnar auk þess sem langt er í næstu íbúð miðað við það sem gengur og gerist á Maldíveyjum. Það flottasta við villurnar eru líklega rennibrautirnar en vatnsrennibrautir eru á húsunum svo gestir geta rennt sér í sjóinn. 

Í villunum eru útibaðherbergi, hægt er að opna þakið í svefnherbergjunum til þess að horfa á stjörnurnar. Einkaþjónn fylgir einnig. 

Að gista á hótelinu er ekki fyrir hvern sem er en villa með einu svefnherbergi kostar frá 2.626 bandaríkjadölum eða rúmlega 300 þúsund krónum. Nóttin í tveggja svefnherbergja villu kostar frá 5.232 bandaríkjadölum eða rúmlega 700 þúsund krónum. 

Maldíveyjar eru vinsæll áfangastaður meðal þeirra ríku og frægu. Þekktir Íslendingar hafa einnig verið duglegir að heimsækja áfangastaðinn á undanförnum árum. 

View this post on Instagram

A birds-eye view of one of the stunning new Water Retreats at #sonevafushi. Surrounded by the sparkling ocean, they feature private pools, expansive terraces and slides straight into the sea. The most private over-water villas in the Maldives, there is at least 30 to 40 metres between each villa, to enhance a sense of space and seclusion. #discoversoneva #experiencesoneva #soneva25 #nextdestination #travelbucketlist #villaholiday #waterslides #watervillas #watervilla #luxuryvillas #dreamdestination #luxuryexperience #luxtravel #uniquehotels #oceanlover #maldives_ig #visitmaldives #maldivesinsider #maldivesresorts #maldiveslovers #maldivesphotography #beautifulmaldives 📸 @sandrobruecklmeier

A post shared by Soneva (@discoversoneva) on Sep 7, 2020 at 2:01am PDT

mbl.is