Uppfærðar wikipediusíður laða ferðamenn að

Með því að uppfæra Wikipediu-síðu bæjarins má auðveldlega auka hagnað …
Með því að uppfæra Wikipediu-síðu bæjarins má auðveldlega auka hagnað bæjarins um allt að 100 þúsund pund á ári. Skjáskot/Wikipedia

Samkvæmt rannsókn hagsfræðinga við Collegio Carlo Alberto í Tórínó á Ítalíu og ZEW í Mannheim í Þýskalandi þarf ekki að vera svo flókið að laða ferðamenn að bæjum og borgum. Með því að uppfæra wikipediusíðu bæjarins má auðveldlega auka hagnað hans um allt að 100 þúsund pund á ári. 

Hagfræðingarnir völdu nokkrar borgir á Spáni og löguðu wikipediusíður þeirra. Þeir bættu við nokkrum málsgreinum um borgina og sögu hennar auk góðra mynda. Ekki þurfti mikið til því flestar upplýsingarnar voru nú þegar aðgengilegar á spænsku wikipediusíðunum. Þeir einfaldlega þýddu þær yfir á frönsku, þýsku, ítölsku og hollensku. 

Uppfærslurnar á síðunum höfðu mikil áhrif og fjölgaði gistinóttum yfir ferðamannatímann um níu prósent í þeim borgum sem voru með í rannsóknnini. Aukningin var meiri í borgum þar sem lítið var á wikipediusíðunni fyrir, en þar fjölgaði gistinóttum um allt að 33 prósent. 

Wikipedia er frí alfræðiorðabók á netinu og getur hver sem er með aðgang að netinu búið til og breytt síðum um staði, fólk og málefni. 

The Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert