Rúrik og Soliani njóta á Íslandi

Rúrik Gíslason og Nathalia Soli­ani eru dugleg að birta myndir …
Rúrik Gíslason og Nathalia Soli­ani eru dugleg að birta myndir af ferðalagi sínu um Ísland á Instagram. Skjáskot/Instagram

Knattspyrnukappinn Rúrik Gíslason og kærasta hans, fyrirsætan Nathalia Soli­ani, eru meðal fárra ferðamanna sem njóta þess nú að ferðast um Ísland. Rúrik og Soliani fóru frá Reykjavík um helgina og hafa ekki látið hráslagalegt veðrið á sig fá. 

Áður en ferðalagið hófst fór Soliani í sóttkví eins og aðrir ferðamenn sem koma til landsins. Hún var því búin að vera á Íslandi í nokkra daga áður en ferðalagið um landið hófst. 

Skötuhjúin keyrðu um Suðurland og komu við á helstu ferðamannastöðum á Suðausturlandi eins og Jökulsárlóni og Reynisfjöru. Í gær böðuðu þau sig í Vök á Egilsstöðum og fóru út að borða á Seyðisfirði.

Parið er duglegt að birta myndir af ævintýrinu á Instagram eins og sjá má á myndum Soliani hér fyrir neðan. 

View this post on Instagram

... Jump to season 7 🎬🐉 • If you didn’t watch #GOT never mind just SWIPE to see this beautiful place 🌊🖤 • #gameofthrones

A post shared by NAT (@nathaliasoliani_) on Sep 20, 2020 at 9:14am PDT

View this post on Instagram

“ Sorria! Você está na Bahia !! “ ❄️🔥

A post shared by NAT (@nathaliasoliani_) on Sep 20, 2020 at 3:28am PDTmbl.is