Fæddist um borð og flýgur frítt út ævina

Litla stúlkan fær að fljúga frítt til München út ævina.
Litla stúlkan fær að fljúga frítt til München út ævina. Ljósmynd/Twitter

Barn sem fæddist um borð í flugvél EgyptAir fékk heldur betur rausnarlega fæðingargjöf frá flugfélaginu en það fær að fljúga frítt með félaginu út ævina. 

Vél EgyptAir frá Kaíró til London þurfti að nauðlenda þegar hin jemenska Hiyam Nasr Naji Daaban áttaði sig á því að hún væri að fara fæða barn sitt. Flugstjórinn beindi flugvélinni til München í Þýskalandi í þeirri von að Daaban kæmist á spítala til að fæða barnið. 

Hlutirnir gerðust hins vegar mjög hratt og dóttir hennar kom í heiminn áður en flugvélin náði að lenda. Hún naut aðstoðar læknis sem var fyrir tilviljun um borð. 

EgyptAir hefur gefið út að stúlkan litla fái að fljúga frítt með flugfélaginu til München. 

mbl.is