Ferðaráð Meghan Markle

Meghan Markle var dugleg að ferðast árum áður.
Meghan Markle var dugleg að ferðast árum áður. AFP

Svo virðist sem Meghan Markle hafi verið á undan sinni samtíð þegar ferðalög eru annars vegar. Á bloggsíðu sem hún hélt úti, The Tig, gaf hún lesendum ýmis gagnleg ferðaráð. Aðalráðið kemur sér vel nú á tímum kórónuveirufaraldursins og segja má að Markle hafi verið á undan sinni samtíð.

Markle hefur ferðast mikið frá unga aldri en móðir hennar starfaði um tíma í ferðaiðnaðinum. Þá hefur hún ferðast mikið vegna starfa sinna sem leikkona og hertogaynja. Hún er því hokin af reynslu þegar kemur að ferðalögum. 

Á fyrrnefndri bloggsíðu skrifaði Markle mikið um ferðalög og gaf ýmis góð ráð. 

„Þegar ég fer um borð í flugvél er ég alltaf með blautþurrkur með mér til þess að þurrka af öllum snertiflötum á borð við takka, skjái og handföng,“ skrifaði Markle.

Læknar taka heilshugar undir þessi ráð. Þeir segja að flestir óttist loftið í flugvélum en í raun sé algengara að fólk smitist af bakteríum með því að snerta svæðið í kringum sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert