Fyrir þá sem elska tísku og ferðalög

Tískumógullinn Tamara Kalinic bloggar um ferðalög á Glam & Glitter.
Tískumógullinn Tamara Kalinic bloggar um ferðalög á Glam & Glitter. mbl.is/Glam & Glitter

Tískumógullinn Tamara Kalinic sem heldur úti blogginu Glam & Glitter er lyfjafræðingur frá Sarajevo sem hefur vakið athygli víða. Hún er búsett í París um þessar mundir en hefur búið víða um Evrópu. 

Hún heldur úti skemmtilegu bloggi um áhugaverða staði í Evrópu. Positano er skemmtilegur staður að heimsækja á Ítalíu ef marka má Kalinic. 

Tamara Kalinic kann að klæða sig upp á fyrir ströndina.
Tamara Kalinic kann að klæða sig upp á fyrir ströndina. mbl.isl/Glam & Glitter

„Það var erfitt að komast á áfangastað en þegar við vorum loksins mætt á staðinn þá elskaði ég allt við Positano. Ferska loftið, útsýnið og fallega sólsetrið svo ekki sé talað um matinn. Ég fékk mér trufflupítsu. Ég fór með ljósmyndaranum mínum, Dusan, á ströndina. Allar myndirnar voru teknar áður en annað fólk mætti á staðinn. Við vöknuðum verulega snemma.“

Hvað varðar fatnaðinn, þá er hún í baðfatnaði frá Tularosa Revolve. Sólgleraugun eru frá Dolce & Gabbana. Skartgripirnir frá Cartier.

Taska frá Folklore.
Taska frá Folklore. mbl.is/Glam & Glitter
mbl.is