Ekki láta ástandið sigra fjarsambandið

Það eru til leiðir að halda í fjarsambandið þó ekki …
Það eru til leiðir að halda í fjarsambandið þó ekki sé hægt að ferðast í dag. mbl.is/Dainis Graveris

Það eru fjölmargir Íslendingar í fjarsamböndum með einstaklingum erlendis, sem hafa þurft að vera fjarri ástinni sinni í lengri tíma en vant er vegna kórónuveirunnar. Fjarsambönd geta veri góð sambönd, sér í lagi þegar ákveðinn taktur er kominn í sambandið og fólk nær að hittast reglulega. 

Ef ást er ákvörðun þá eru hér nokkrar áhugaverðar leiðir til að sigrast á ástandinu á meðan ferðatakmarkanir eru í gildi. 

Gerðu samning

Ef þú ert í fjarsambandi og hefur áhyggjur af því að sambandið lifi ekki af heimsfaraldinn ættirðu að gera samning við sjálfa/n þig um að reyna þitt besta við að vera góður við sjálfan þig og maka þinn á þessum tíma. 

Taktu spjall við makann í hinu landinu og athugaðu hvort hann sé til í að gera samning við þig um að taka ekki ákvörðun tengda sambandinu fyrr en ástandið er yfirstaðið. 

Með þessu móti eruð þið saman á móti kórónuveirunni og látið hana ekki stjórna lífi ykkar. 

Taktu ábyrgð á eigin hamingju

Það er í eðli manneskjunnar að hafa þörf fyrir nánd og ást frá öðru fólki. Þess vegna getur verið mikilvægara en oft áður að sinna ástinni og huga að öllum hormónum sem mikilvægt er að hafa í jafnvægi meðan ferðalög eru út úr myndinni. 

Sem dæmi um þetta er oxítósín. Þegar þú ert nálægt ástinni þinni má gera ráð fyrir að oxítósínmagnið í líkamanum sé meira en venjulega. Þú getur aukið magnið með því að gefa makanum í útlöndum athygli, með því að leika við hund nágrannans, knúsa börnin þín og hlusta á skemmtilega tónlist svo dæmi séu tekin. 

Það er ákvörðun að halda í ástina þó ekki sé …
Það er ákvörðun að halda í ástina þó ekki sé eins auðvelt að ferðast og oft áður. mbl.is/Dainis Graveris

Reyndu að stjórna skapinu

Ef fólk er vant því að fara til útlanda getur reynt á skapið að vera fastur í heimalandinu, sér í lagi ef ástin er í öðru landi.

Til að koma jafnvægi á skapið er mikilvægt að fara út að ganga eða hlaupa. Vera í sólinni, hugleiða, biðja og vera nálægt náttúrunni. Þessi atriði hafa áhrif á serótónínmagn líkamans og eru nokkuð sem verðugt er að fjárfesta í. 

Gerðu skemmtilega hluti með ástinni í útlöndum

Það er enginn sem segir að þú getir ekki tengst ástinni þinn í útlöndum í gegnum netið. Nú eru til fjölmargar leiðir til að spila leiki á netinu. Það er hægt að elda saman og borða þótt þið séuð hvort í sinni borginni og síðan má alltaf finna leiðir til að elskast. Mundu bara að nota forrit sem talið er öruggt til þess. 

Sparaðu fyrir rómantískri ferð

Það getur aukið dópamín í líkamanum að ná tökum á erfiðum verkefnum. Sem dæmi um það gæti verið að byrja að safna fyrir rómantískri ferð með ástinni þinni á stað sem þið hafið aldrei komið á saman áður. Ferðalög framtíðarinnar verða farin áður en þú veist af. Á meðan þarftu að muna að halda í það sem þér þykir vænst um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert